Kosning um fugl ársins hjá Fuglavernd

HIMBRIMI (Gavia immer)

Texti: Ævar Petersen - Íslenskir fuglar - Vaka-Helgafell 1998

Himbrimi 2.jpg

Himbrimar eru upprunalega ættaðir frá Norður-Ameríku. Þeir verpa hvergi að staðaldri í Evrópu nema hér.

 

 

Himbrimi 1.jpg

Himbrimar eru strjálir varpfuglar sem á sumrin er einkum að finna á norðanverðu landinu. Þeir halda til á stórum heiðavötnum en einnig á láglendisvötnum. 

Himbrimi Adobe RGB 16 bit-3.jpg

Himbrimar eru árásargjarnir fuglar sem ráðast ekki aðeins á fugla af öðrum tegundum heldur einni á sína líka. Af þessum sökum verpa yfirleitt aðeins ein himbrimahjón við hvert vatn. 

Himbrimi 2 Adobe RGB 16 bit-1.jpg

Á sumrin eru fullorðnir himbrimar með svart- og hvítrákótta bletti á svörtum hálsi og kverk, en bakið er með sérkennilegu svart-hvítu teningsmynstri. Á veturna eru þeir grábrúnir á búk en hvítir í vöngum og framan á hálsi 

Himbrimi.jpg

Karlfuglinn er örlítið stærri en kvenfuglinn. Meðallengd karfugls er 85 cm en kvenfugls 79 cm. Þyngdin er 4.300-6.400 g. 

Himbrimi13.jpg

Hreiður himbrima er ætíð fremst á  vatnsbakka, oft í hólmum. Þetta er stór grunn skál úr vatnajurtum eða gróðri af bakkanum, sem fuglar reyta á hreiðurstaðnum og því eru hreiðurefnin oft blaut.  

Himbrimi18.jpg

Eggin eru oftast tvö en stundum eitt og stendur varp yfir fra seinni hluta maí og fram eftir júní. Eggin eru brún og eru ca 9x5,7 cm að stærð.   

Himbrimi-1.jpg

Talið er að íslenski varpstofninn sé 300-400 pör. Þekktir varpstaðir eru um 450 en margir þeirra eru ekki lengur í notkun