top of page

Landselir á Pollinum við Akureyri


Þegar maður fær spennandi skilaboð, þá gleymir maður öllu öðru.

Þetta var nokkuð snemma í morgun, eftir að ég hafði skutlað Kötlu í skólann og mokað tröppurnar. Ég var kominn með ilmandi morgunkaffið í bollann, kominn með símann inn á baðherbergi, svona til að fara yfir fréttamiðlana og á leið í sturtu (þó ekki með símann). Þá fékk ég frábær skilaboð. Lára Sóley Jóhannsdóttir lét mig vita af landselum við Strandgötuna. Ég hentist í brók og bol, skildi kaffið eftir á baðherberginu, setti rafhlöður í myndavél og dróna og stökk af stað. Þessir landselir eru svo forvitnir og skemmtilegir.

Ég er voðalega þakklátur Tómasi R, frænda mínum, fyrir að leyfa mér að nota músíkina hans við myndböndin mín. Tónlistin hans er nefnilega full af náttúru. Lagið Hollíblús er af Laxness, sem kom út 2012. Davíð Þór, Ómar Guðjóns og Matthías Hemstock spila með Tomma


23 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page