top of page

Kampselur á Pollinum


Við Akureyringar höfum verið með góðan gest undanfarna daga. Gesturinn er Kampselur, en tegund sú tilheyrir ekki íslensku fánunni. Þetta er semsagt flækingur, ekki ólíklegt að hann komi hingað frá Grænlandi. Kampselir éta helst skeldýr og er væntanlega eitthvað gott að éta hér í firðinum, því hingað koma nokkrir kampselir á hverju ári.

Landselur fylgdist með myndatökunni. Gaman að sjá muninn á þessum tegundum. Vonandi verða selirnir sem lengst hér því þeir eru sannkallað augnayndi og skemmtilegt að hafa þá hér innanbæjar

Enn leita ég í tónlistarsmiðju frænda míns, Tómasar R. Einarssonar. Eyþór Gunnarsson og Tómas leika lagið Kristínu af plötunni Innst inni. Skoðið endilega Spotifyrás Tómasar eða fjárfestið í plötum hans. Þær eru magnaðar!

Nauðsynlegt er að horfa á myndbandið og hlusta á tónlistina með því að velja HD.


18 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page