top of page

Andanefjur á Pollinum


Þann 3. október fékk ég skilaboð snemma morguns um að það væru andanefjur á Pollinum. Þótt ég væri varla kominn á fætur var ég kominn út með allan myndavélabúnaðinn nokkrum mínútum síðar. Ég sá þessa gullfallegu hvali strax og fylgdist með þeim í u.þ.b. 4 klst. Þeir þvældust um allan Poll og ég hélt á tímabili að þeir væru farnir. En sem betur fer komu þeir innar aftur og sýndu sig vel og lengi á góðum stað, rétt við land. Það var gaman að upplifa gleðina hjá fólkinu sem fylgdist með. Ég átti gott spjall við hollenska fjölskyldu og svo þýskt par. Þau höfðu farið deginum áður í hvalaskoðun og fundist það magnað. Sáu marga hnúfubaka. En þau voru gjörasamlega orðlaus yfir upplifuninni að standa þarna á tanganum út í Pollinn og fá dýrin í 10 metra fjarlægð.

Mér sýndist á myndum mínum að þarna hefðu verið 3 fullorðnar andanefjur og 2 kálfar.

Tarfarnir eru 8-9 metra langir en kýrnar aðeins minni. Þyngdin er 3-3 1/2 tonn. Andanefjur eru tannhvalir og lifa helst á smokkfiski en einnig á fiski. (Wikipedia)


53 views0 comments
bottom of page