top of page

Hljóðnar nú haustblær


Haustið er ein af fjórum uppáhalds árstíðunum mínum :)

Ég hef nefnilega tekið þá ákvörðun að nýta mér tregann sem færist yfir mig á þessum tíma. Á haustin tek ég tregafullar ljósmyndir og ég spila tregafulla tónlist sem aldrei áður.

Mig hefur alltaf langað til að kunna meira í upptökutækni og hljóðvinnslu. Þess vegna fékk ég vin minn, hinn mikla snilling Kristján Edelstein, til að kenna mér í vetur. Ég er búinn að hitta hann tvisvar og nú er ég kominn með nýtt áhugamál!

Ég ákvað að blanda saman áhugamálunum, gerði haustmyndband við hið undurfallega lag Hljóðnar nú haustblær. Lagið er eiginlega fyrsta verkefnið mitt í náminu hjá Krissa.


101 views0 comments
bottom of page