Á morgun mun ég halda fyrirlestur fyrir góða vini í Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit. Þetta er í þriðja sinn sem þau bjóða mér í heimsókn. Virkilega gaman að heimsækja þetta skemmtilega fólk, en þau hittast í Hrafnagili.
Áður hef ég fjallað um fugla og svo Eyjafjörð, en núna ætla ég að vera með myndasýningu úr Þingeyjarsýslum, en ég tel að engin sýsla á landinu skarti eins fjölbreyttu og stórkostlegu landslagi og náttúru.
Hér fyrir neðan eru myndirnar ekki í neinni sérstakri röð, en á morgun mun ég í huganum leggja af stað frá Akureyri og fara stóran hring.
Comments