Ég fjárfesti í dásamlegri myndavél í fyrra. Sú heitir Canon R5 og er fyrsta speglalausa vélin sem ég eignast. Ég hef mest verið að mynda landslag í vetur og gæði vélarinnar eru mögnuð þar. En mig langar til að tala um hversu magnað fókuskerfið er fyrir svona dýraljósmyndunarkall eins og mig. Ég hef lítið myndað af fuglum og spendýrum ennþá, en get ekki beðið eftir að reyna enn meira á vélina og sjá útkomuna. Eins með myndböndin. Smelli inn dæmum hér á síðuna þegar ég hef skoðað þau betur.
Fyrsta fuglamyndin sem ég tók á þessa vél. Þrátt fyrir lítinn fugl með dökk augu og dökkt í kring um þau var vélin ekki í vandræðum með að finna augun.
Snjókoma. Snjókoma getur verið erfið fyrir fókuskerfi. Það fer svolítið eftir hvernig maður stillir fókuskerfin, hvort vélin fari að elta snjókornin, en á R5 er þetta akkúrat ekkert vandamál.
Þessi er tekin á móti kvöldsól um daginn.
Í gær fór ég að mynda seli. Nokkuð úfinn sjór en fókuskerfið og dásamlega linsan mín, Canon 400mm f/2,8 II eru fullkomið par. Á selamyndunum er ég með tvöfaldara, þannig að þetta er 800mm aðdráttur. Ég tók um 100 myndir af selunum og nánast allar í 100% fókus.
Og fýll í snjókomu. Hélt á linsunni í bölvuðu roki. Truflaði kerfið ekkert.
Ég nota alltaf Back-focus button í allri ljósmyndun. Ég fékk tips frá Facebookvini um að stilla sitt hvora fókusstillinguna á tvo takka aftan á vélinni. Þannig að þegar ég held öðrum inni er það fókuskerfi sem vélin er stillt á (hjá mér yfirleitt animal face detection) virkt og ef ég held hinum inni þá er einn punktur virkur, sem kemur sér mjög vel t.d. ef maður er að mynda í gegn um trjágreinar o.fl.
Sem sagt, ég er afar ánægður með fókuskerfið. Nú byrjar nýtt tímabil í dýraljósmynduninni hjá mér.
Comments