top of page

Skoruvíkursinfónían


Fyrir sennilega einum 10-11 árum síðan kynntist ég Melrakkasléttu og Langanesi. Már Höskuldsson vinur minn á Húsavík dró mig með sér. Það var ást við fyrstu sýn. Ég kolféll fyrir stöðunum. Þvílík paradís. Það er reyndar Mása að þakka að ég fór að taka myndir, þannig að ég á honum heilmikið að þakka.





Síðan hef ég reynt að fara austur 1-2 sinnum á ári. Oftast hef ég verið einn þarna. Í fyrra fóru tveir sænskir fuglaáhugamenn með mér, gamall skólabróðir og eiginkona hans. Þau hafa farið víða en segja að þetta sé magnaðasti fuglastaður sem þau hafa farið á.


Um daginn fór ég í maíferðina mína. Ferðafélagarnir að þessu sinni voru ungir og frábærir ljósmyndarar, Dóra Gígja Þórhallsdóttir og Birgir Gunnlaugsson. Þau eru ekki aðeins mjög góðir ljósmyndarar heldur eru þau mjög þægilegir ferðafélagar. Skoðið endilega síðurnar þeirra:



Ég hef gaman af að sýna fólki góða myndastaði þar sem fallega fugla er að finna. Þetta var fyrsta nóttin í gamla Blazer þetta sumarið og mikið var gott að sofa “úti”, þótt hitastigið hafi verið ansi nálægt núllinu.




Þegar ég keyri fram hjá vegamótunum yfir að Skálum fer ég alltaf að humma hið magnaða lag Magnúsar Blöndal Jóhannssonar (1925-2005), Sveitin milli sanda. Magnús er í miklu uppáhaldi hjá mér og ætla ég m.a. að taka upp bæði orgelverk hans í haust og gefa út á plötu. Magnús fæddist á Skálum.


Það er því góð tónverkasyrpa sem glymur í mínum kolli, söngur ritu, svartfugla, súlu og sólskríkju og lagið fallega hans Magnúsar. Hér má heyra Ellý Vilhjálms syngja lagið fagra:


Og Hallveig Rúnarsdóttir og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar fluttu lagið yndislega um árið í útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar:


Og hér er myndband og ljósmyndir sem ég tók í ferðinni. Þar hljómar Skoruvíkursinfónían

(Vinsamlegast horfið á í fullum skjá og veljið HD skerpu)





139 views0 comments

Comments


bottom of page