top of page

Vetur


Veturinn, vatnið og viðurinn(6 1/2 mínúta af kyrrð og fegurð)

Melankólíska hliðin á mér er hrifin af vetrinum, myrkrinu og kuldanum. Ég hlusta gjarnan á og flyt rólega tónlist og leita að myndefnum sem eru dökk og köld. Eimannaleikinn er fallegur, það virðist stundum vera svo langt á milli lifandi lífvera.Vatn og viður eru mér hugleikin sem viðfangsefni. Mér finnst gott að hafa vatn í einhverri mynd á ljósmyndum mínum. Það má renna, vera stillt eða vera frosið. Einnig er viðurinn mikilvægur, en skógurinn er endalaus uppspretta hugmynda og viðfangsefna.

Einhver fallegasta hljómplata sem ég á er platan Innst inni, sem félagarnir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Tómas Ragnar Einarsson bassaleikari spiluðu inn á. Lögin eru öll eftir Tómas. Platan er sannkallað meistaraverk og þar mætast vatnið og viðurinn. Mér finnst streymandi og ljúfur píanóleikur galdramannsins Eyþórs minna mig á vatnið. Þar heyrir maður dropa, læki, ár, polla, spegilsléttar tjarnir og stundum svolítið úfinn sjó. Kontrabassi Tómasar er viðurinn. Sveigjanlegur, vel ilmandi, jarðbundinn og ákaflega fjölbreyttur. Svo erum við Tommi frændi báðir áhugamenn um hljóðin í náttúrunni, sérstaklega í vatni.

Ég fékk leyfi þeirra félaga til að nota lagið Hólar við myndbandið mitt. Mér finnst það passa fullkomnlega við. Upp koma fallegar minningar vestan úr Dölum, kyrrð, niður úr Hólaánni og fallegur birkiskógurinn gegnt bænum Hólum.


12 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page