top of page

Flateyjarveikin

Ég fékk veikina fyrir einum 5 árum síðan. Hún er ólæknandi. Einn af fylgikvillum Flateyjarveikinnar er mikil óeirð á miðjum vetri. Maður getur ekki beðið eftir því að komast næst út í Flatey á Breiðafirði. Maður fer að hugsa um Flatey, skoða Flateyjarmyndirnar, hlusta á upptökur af Flateyjarhljóðum og skipuleggja næstu Flateyjarferð.


Það er svo ótal margt dásamlegt við þennan stað. Náttúra og dýralíf auðvitað, fegurð og birta. En ekki síður fólkið. Flateyjarbændur, ferðamenn, hótelstarfsmenn og svo allir þeir sem eiga eða hafa aðgang að húsum í Flatey. Frábært fólk sem gaman er að hitta. Svo koma þangað erlendir vísindamenn og ljósmyndarar til að vinna með okkur köllunum.


Og hverjir eru kallarnir. Jú, ég er svo heppinn að hafa kynnst tveimur eðalmönnum, þeim Ævari Petersen og Sverri Thorstensen. Þeir eru ekki bara fuglavísindamenn af lífi og sál heldur hreint ótrúlega magnaðir menn sem er sérstaklega gaman að umgangast.


Ég hlakka mjög mikið til að fara í Flatey í júní næsta sumar.


Hér er mynd sem einn Flateyjarsjúklingur tók. Ljósmyndarinn frábæri og kokkurinn Friðgeir Trausti Helgason tók þessa mynd af okkur Ævari í hitteðfyrra.

Nokkrar myndir úr Flateyjarferðum mínum má sjá hér:63 views0 comments

Comments


bottom of page