top of page

Þann 3. október fékk ég skilaboð snemma morguns um að það væru andanefjur á Pollinum. Þótt ég væri varla kominn á fætur var ég kominn út með allan myndavélabúnaðinn nokkrum mínútum síðar. Ég sá þessa gullfallegu hvali strax og fylgdist með þeim í u.þ.b. 4 klst. Þeir þvældust um allan Poll og ég hélt á tímabili að þeir væru farnir. En sem betur fer komu þeir innar aftur og sýndu sig vel og lengi á góðum stað, rétt við land. Það var gaman að upplifa gleðina hjá fólkinu sem fylgdist með. Ég átti gott spjall við hollenska fjölskyldu og svo þýskt par. Þau höfðu farið deginum áður í hvalaskoðun og fundist það magnað. Sáu marga hnúfubaka. En þau voru gjörasamlega orðlaus yfir upplifuninni að standa þarna á tanganum út í Pollinn og fá dýrin í 10 metra fjarlægð.

Mér sýndist á myndum mínum að þarna hefðu verið 3 fullorðnar andanefjur og 2 kálfar.

Tarfarnir eru 8-9 metra langir en kýrnar aðeins minni. Þyngdin er 3-3 1/2 tonn. Andanefjur eru tannhvalir og lifa helst á smokkfiski en einnig á fiski. (Wikipedia)


53 views0 comments

Lítill hópur vöðusela hefur haldið til í Öxarfirði undanfarnar vikur. Þessir selir eru hánorrænir og eru stofnarnir þrír. Einn við Kanada austanvert og vesturhluta Kanada, annar í Hvítahafi, Barentshafi og Karahaf og sá minnsti, er fyrir norðan Jan Mayen, austanvert Grænland og austur að Svalbarða.

Karldýrin eru með svart skjöldóttir en kvendýrin með nettari svarta bletti.

Það var magnað að sjá þessi fallegu dýr og vonandi stoppa þau aðeins lengur hér á Norðurlandi, áður en þau halda norður á bóginn


19 views0 comments

Við Akureyringar höfum verið með góðan gest undanfarna daga. Gesturinn er Kampselur, en tegund sú tilheyrir ekki íslensku fánunni. Þetta er semsagt flækingur, ekki ólíklegt að hann komi hingað frá Grænlandi. Kampselir éta helst skeldýr og er væntanlega eitthvað gott að éta hér í firðinum, því hingað koma nokkrir kampselir á hverju ári.

Landselur fylgdist með myndatökunni. Gaman að sjá muninn á þessum tegundum. Vonandi verða selirnir sem lengst hér því þeir eru sannkallað augnayndi og skemmtilegt að hafa þá hér innanbæjar

Enn leita ég í tónlistarsmiðju frænda míns, Tómasar R. Einarssonar. Eyþór Gunnarsson og Tómas leika lagið Kristínu af plötunni Innst inni. Skoðið endilega Spotifyrás Tómasar eða fjárfestið í plötum hans. Þær eru magnaðar!

Nauðsynlegt er að horfa á myndbandið og hlusta á tónlistina með því að velja HD.


18 views0 comments
bottom of page